Morgunútvarpið

Menningarnótt, Sæunnarsund, hlaupið til styrktar Sindra Pálssyni og Vísindahornið með Sævari Helga

Menningarnótt í Reykjavík fer fram á laugardaginn. þessu sinni er Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur og mun sjá um skemmtidagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, kom til fara yfir það helsta sem verður í boði og það sem þarf hafa í huga fyrir þau sem ætla heimsækja miðborgina um helgina.

Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kúnni Hörpu sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum, en hún var á leið í sláturhús árið 1987. Hún fékk í kjölfarið nafnið Sæunn og var lífi hennar þyrmt. Til minnast þessa fer hið árlega Sæunnarsund fram á Flateyri laugardaginn 31. júlí nk. Bryndís Sigurðardóttir, Sæunnarsundstjóri, var á línunni.

Reykjavíkurmaraþonið fer fram um helgina venju samkvæmt á Menningarnótt. Fjölmargir hafa skráð sig í hlaupið og hægt er styrkja marga hlaupara sem hlaupa munu fyrir góð málefni inná á hlaupastyrkur.is. Hinn 16 ára gamli Sindri Pálsson varð fyrir miklu áfalli í lok september 2023 þegar hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan axlir eftir aðgerð á Landspítalanum. Þá er hann fæddur með Warburg Micro heilkenni en einkenni þess eru meðal annars sjónskerðing, einhverfa og lág vöðvaspenna. Þær systur Herdís og Valý Þórsteinsdætur eru meðal þeirra sem eru í hópnum Vinir Sindra, en fjölmargir úr þeim hópi ætlar hlaupa eða ganga til styrkja Sindra, komu í morgunkaffi og sögðu okkur frá Sindra og hvernig hægt er styrkja hann. Upphæðin sem safnast rennur öll í Hjálpartækjasjóð Sindra og verður nýtt til styrkja Sindra í öllu því sem eykur lífsgæði hans og hamingju í lífinu.

Og Sævar Helgi Bragason kom með áhugaverðan fróðleik tengdum vísindum í lok þáttar. Meðal þess sem hann sagði okkur frá eru rannsóknir á loftsteininum sem útrýmdi næstum öllum risaeðlunum, vatn á Mars og svo talaði hann um ofurmána á himni.

Lagalisti:

Karl Orgeltríó - Bréfbátar

The Smiths - There Is A Light That Never Goes Out

The Emotions - Best Of My Love

Iceguys - Gemmér Gemmér

Bubbi Morthens - Það Er Gott Elska

Mammaðín - Frekjukast

Emilíana Torrini - Jungle Drum

Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn

Hootie & The Blowfish - Only wanna be with you

Bruno Mars - Finesse (ft. Cardi B)

Talking Heads - Road To Nowhere

Valdis og JóiPé - Þagnir hljóma vel

Alicia Keys - Superwoman

Frumflutt

20. ágúst 2024

Aðgengilegt til

20. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,