Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar nú á Valentínusardegi.
Er von á kaffikreppu? Bloomberg spáir mikilli hækkun á kaffibollanum vegna m.a. uppskerubrests í Brasilíu og Víetnam. Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum spjallar við okkur um málið.
Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, umboðsmaður og stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands, ræðir við okkur um ófremdarástand í vallamálum en Víkingar spiluðu í gær heimaleik í Helsinki, til að mynda, og í grein á Vísi í gær var spurt hver bæri ábyrgð á því hvað við Íslendingar værum glötuð í þessum málum.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram að ræða samræmt námsmat og skólamál almennt.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Heimi Má Péturssyni, nýráðnum framkvæmda- og upplýsingastjóra Flokks fólksins, og Kristjönu Arnarsdóttur, fyrrum fjölmiðlamanni og aðstoðarmanni ráðherra.