Morgunútvarpið

22. okt -Olíukreppur, Gaza, baráttan í USA o.fl..

Óðinn Melsteð, lektor í sagnfræði við Maastricht háskólann í Hollandi, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann heldur í dag erindi í Háskóla Íslands um viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum áður fyrr og áhrif orkuskipta.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar hafa milligöngu um flutning á allt þúsund konum og börnum á Gaza í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum í gær. Þessi fjöldi er þó aðeins örlítið brot þeirra sem þurfa á hjálpa halda á svæðinu. Við ræðum máið við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF.

Rúmlega helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í fyrradag - en atkvæðagreiðslan hefur töluverð áhrif á alþjóðapólitíkina og stöðu Rússlands. Við ætlum ræða þessar vendingar - og kosningarnar framundan - við Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar.

Tvær vikur eru í forsetakosningarnar vestanhafs og mjótt er á munum milli frambjóðenda. Við rýnum í stöðuna með Magnúsi Sveini Helgasyni, sagnfræðingi og sérfræðingi í málefnum Bandaríkjanna.

Guðmundur Jóhannsson kíkir til okkar með tæknihornið sitt.

Við ætlum síðan rýna í stöðuna í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga með tveimur fráfarandi þingmönnum, Oddnýju G. Harðardóttur úr Samfylkingu, og Steinunni Þóru Árnadóttur, Vinstri grænum.

Frumflutt

22. okt. 2024

Aðgengilegt til

22. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,