Morgunútvarpið

21.11.2024

7:05 - Ræðum við Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur um nýjasta eldgosið á Sundhnjúksgígaröðinni.

7:15 - Tökum stöðuna hjá Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu.

7:30 - Heyrum í Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar í Grindavík. Hún hefur sofið í Grindavík síðustu tvo mánuði en yfirgaf bæinn í gærkvöldi áður en hræringar hófust.

7:45 - Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur leit við hjá okkur og fór yfir það sem við vitum um gosið, tíunda kvikuhlaupið á þessu eldsumbrotatímabili Reykjanesskagans.

8:05 - Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Grím Grímsson, yfirlögregluþjón, sem skipar þriðja sætið á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa, sem skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður.

8:30 - Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær íbúakosningu um Coda Terminal- verkefni Carbfix sem mikið hefur verið deilt um í bænum. Við ræðum stöðu málsins og komandi íbúakosningu við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra.

8:45 - Úkraínuher er sagður hafa skotið breskum flugskeytum yfir til Rússlands í fyrsta sinn í gær. Flugskeytin eru af tegundinni Storm Shadow og drífa um 500 kílómetra en á mánudag var bandarískum flugskeytum skotið á rússnesk skotmörk í Rússlandi. Við ætlum ræða þessar vendingar og þessi vopn við Kristján H. Johannessen, fréttastjóra á Morgunblaðinu, sem þekkir vel til hvað varðar þau vopn sem notuð eru í stríðinu.

Frumflutt

21. nóv. 2024

Aðgengilegt til

21. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,