Morgunútvarpið

29. nóv - Einkaskilaboðin, kennaraverkföll og feðgar í framboði

Er woke-ismi eða mannréttindameðvitund orðin útflutningsvöru? Í síðustu viku var sagt frá því Hugbúnaðarfyrirtækið Alda hefur gert langtíma áskriftarsamningi við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Alda nýtir gervigreind til veita rauntímagögn og sérsniðnar aðgerðaáætlanir og hefur þegar verið innleidd hjá stórfyrirtækjum á alþjóðavísu. Þórey Vilhjálmsdóttir er hausinn á bak við þetta allt saman og kemur til okkar.

Í gær ræddum við við Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um efnahagsstefnu Donalds Trump, og sérstaklega þá áætlun hans leggja á mikla verndartolla. Már færði fyrir því rök þegar eitt ríki fari þessa leið fylgi önnur og þá kom fram í úttekt Financial Times stefna Trump gæti hægt á efnahagslegum bata í Evrópu og dregið úr hagvexti á heimsvísu. Við ræðum þetta áfram - og möguleg áhrif hér heima - við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Skjáskot af einkaskilaboðum sem Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sendi óánægðum kjósanda fóru í dreifingu um helgina. Þar hvatti Kristrún manninn til kjósa Samfylkinguna en strika yfir nafn Dags í kjörklefanum, hann ósáttur við hann. Dagur verði ekki ráðherra, og „aukaleikari“ í áætlunum Samfylkingarinnar. Dagur sagði í Silfrinu í gær sér hafi brugðið við sjá skilaboðin. Kristrún kemur til okkar.

í morgun hófust verkföll kennara í níu skólum víða um land. Við ræðum stöðuna við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur til okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.

Feðgarnir Ólafur Þór Ólafsson og Júlíus Viggó Ólafsson, verða gestir okkar í lok þáttar en þeir eru báðir á framboðslista fyrir komandi þingkosningar, en þó fyrir sitthvorn flokkinn og í sitthvoru kjördæminu. Ólafur fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og Júlíus fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Frumflutt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

29. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,