Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Færeyjum í upphafi þáttar þar sem Danakonungur og drottning eru nú í heimsókn sem sett hefur verið í pólitískt samhengi.
Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt eftir langa umræðu um breytingar á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Sú umræða heldur áfram hér þegar Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mæta til okkar.
Ísraelsher gerði harðar loftárásir á Íran í nótt. Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, ræðir við okkur um tíðindi næturinnar.
Eins og komið hefur fram hefur fjölmiðlarekstur Vodafone sameinast undir nafni Sýnar. Valgeir Magnússon auglýsinga og markaðsmaður ræðir við okkur um endurmörkun eða rebranding.
Jóhann Már Helgason, sparkspekingur, ræðir við okkur um HM félagsliða í knattspyrnu sem hefst nú um helgina.
Við förum yfir fréttir vikunnar með Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann á Stöð 2 heitinni og Frey Gígju Gunnarssyni fréttamann á RÚV.
Frumflutt
13. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.