Morgunútvarpið

17. feb - Skólamál, bankar og utanríkismál

Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Færeyjum í upphafi þáttar en Færeyingar vígðu um helgina nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir, sem þeir hafa boðið Íslendingum keppa í vegna aðstöðuleysi hér heima.

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, ræðir við okkur um vilja Arion banka til sameinast Íslandsbanka.

Átta evrópskir þjóðarleiðtogar, leiðtogar Evrópusambandsins og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins mæta á skyndifund um öryggismál í Evrópu í París í dag. Er um ræða kaflaskil í sögu NATO? Davíð Stefánsson formaður Varðbergs ræðir málin við okkur.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, verður gestur okkar eftir átta fréttir en á Alþingi í dag fer fram umræða um frumvarp hennar um samræmt námsmat í grunnskólum.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt

Mikið hefur verið rætt um ófrið í Breiðholtsskóla undanförnu. Birna Gunnlaugsdóttir trúnaðarmaður kennara í Breiðholti ræðir málið við okkur.

Frumflutt

17. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,