Morgunútvarpið

Grænkerar, lagasmíðar, vatnsleysi, Japan og fréttir vikunnar

Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði okkur frá vegan festivali, fjölskylduskemmtun og matarveislu á Thorsplani í Hafnarfirði á sunnudaginn.

Á Íslandi er gríðarlega sterk tónlistarmenning og í dag geta í rauninni allir búið til tónlist og er meira segja hægt nema þau fræði. Endurmenntun stendur í haust fyrir námskeiðinu Lagasmíðar og pródúsering, sem er námskeið fyrir öll þau sem eru áhugasöm um búa til tónlist, hvort sem þau hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona og tónskáld og Jóhannes Ágúst Sigurjónsson pródúser og lagahöfundur eru meðal leiðbeinenda og þau sögðu okkur frá.

Næstkomandi mánudagskvöld fer heita vatnið af í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Breiðholti, Norðlingaholti og Álftanesi í einn og hálfan sólarhring. Þá verður stofnlögn tengd en hvað þýðir það? Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Vatnsmiðla hjá Veitum kíkti til okkar.

Hlutabréfaverð hríðféll á alþjóðamörkuðum í síðustu viku. Japanskir markaðir tóku krappasta hrunið og óttast var um keðjuverkandi áhrif. Nú, 10 dögum síðar, er líklegast óhætt segja betur hafi farið en á horfði. Hvað gerðist? Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar fór yfir málið með okkur.

Við röktum svo fréttir vikunnar með Elsu Maríu Guðlaugs -Drífudóttur fréttamanni og Frey Eyjólfssyni verkefnastjóra hringrásarhagkerfis hjá Sorpu.

Lagalisti:

MUGISON - Kletturinn.

Dasha - Austin.

Hildur - Alltaf eitthvað.

HARRY STYLES - As It Was.

FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.

Mammaðín - Frekjukast.

Lipa, Dua - Illusion.

Frumflutt

16. ágúst 2024

Aðgengilegt til

16. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,