Morgunútvarpið

6. jan. -Sjálfstæði Grænlands, tannlækningar barna, þrettándinn ofl.

Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, verður á línunni þaðan en ýmsir telja formann landsstjórnar Grænlands hafa ýjað þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins í áramótaávarpi sínu.

Við ræðum tannlækningar barna við Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni.

Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Sviss þegar við ræðum sparnaðartillögur almennings til ríkisstjórnarinnar og útgjöld ríkissjóðs.

Við ræðum sögu og hefðir á þrettándanum við Terry Gunnell, þjóðfræðing.

Íþróttir helgarinnar.

Við heyrum í Óskari Hallgrímssyni sem er búsettur í Úkraínu.

Tónlist:

Irglová, Markéta - Vegurinn heim.

Nick Cave - Into My Arms.

Jungle - Back On 74.

Spilverk þjóðanna - Miss You.

Krummi - Vetrarsól.

The Cure- Just Like Heaven.

Beyoncé - Bodyguard.

Frumflutt

6. jan. 2025

Aðgengilegt til

6. jan. 2026

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,