Morgunútvarpið

Skógrækt í loftslagsaðgerðum, sundlaugarnar, stýrivextir og stjórnmál í Bandaríkjunum.

Veitur tóku heita vatnið af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins á mánudagskvöldið eins og landsmenn vita og því margir sem eru örugglega orðnir þurfandi fyrir gott bað. Hvernig er staðan í sundlaugunum þennan morguninn? Við heyrum í sundlaugarverði. Kolbrún Valdimarsdóttir í Sundhöllinni.

„Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð,“ nefndi Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við fyrir nokkru í blaðagreinum og taldi jafnframt ef ekki yrði rétt málum staðið væri hætt við og oft ófyrirséð vandamál skapist. Talsvert er um umdeild verkefni sem miða því draga úr kolefnislosun, síðast verkefni sem Carbon Yggdrasill stendur við Saltvík í Norðurþingi þar sem talsvert landsvæði hefur verið rist upp til rækta barrskóg. Og í framhaldi til sölu kolefniseininga. Við tókum upp þráðinn með Ingibjörgu Svölu hér í Morgunútvarpinu.

Stjórnmál í Bandaríkjunum rata gjarnan í fjölmiðla hér á landi enda hefur mikið gengið þar á undanfarin ár og finnst mörgum nóg um. funda Demókratar í Chicago og munu þar tilkynna formlega um frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum í haust. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið á slíkri ráðstefnu og kom til okkar til ræða nýjustu vendingar og kosningabaráttuna almennt

Leikur HK og KR sem átti fara fram á dögunum var sleginn af þegar í ljós kom mark á keppnisvelli HK var brotið. KRingar hafa kært málið og vilja þeim dæmdur sigur í leiknum. Hvernig stendur þetta mál núna og hverjar eru reglurnar? Óðinn Svan Óðinsson var á línunni frá Akureyri

klukkan 8.30 tilkynnti Seðlabanki Íslands nýjustu stýrivaxtaákvörðun sína með yfirlýsingu peningastefnunefndar. Margir horfðu spenntir til frétta af því máli og við fylgjumst með því. Því tengt benda á umfjöllun Kastljóss frá í gærkvöldi um húsnæðismálin og við heyrum klippu úr þættinum.

Tónaflóð Rásar 2 verður á Menningarnótt og það er Friðrik Dór Jónsson sem klárar tónleikana fram hinni risastóru flugeldasýningu. Við náðum Frikka með morgunbollann áður en hann heldur út í daginn.

Frumflutt

21. ágúst 2024

Aðgengilegt til

21. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,