Við tökum stöðuna á Tenerife í upphafi þáttar. Anna Clara Björgvinsdóttir ræðir við okkur um áhuga Íslendinga þetta sumarið og ferðaþjónustuna.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, ræðir við okkur um fréttir um fallhlutfall í bóklega ökuprófinu og breytingar sem gerðar voru.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall.
Óvænt hefur athygli fólks beinst að Warhammer eftir að Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna líkti aðalfundi Sósíalista við Warhammer útsöluna í Nexus. En hvað er Warhammer og getur verið að það sé nýjasta hobbý sumarsins? Kristján Blöndal -sjálftitlaður Warhammer Boss segir okkur betur frá.
Við höldum áfram umræðu um hvort og hvernig bjóða eigi upp á áfengi á íþróttaleikjum, nú með Jóhanni Má Helgasyni, sérfræðingi í fjármálum knattspyrnufélaga.
Skortur virðist á leiðsögn innan grunnskóla fyrir nýliða í grunnskólakennslu samkvæmt rannsóknum sem fræðafólk á Menntavísindasviði og grunnskólakennarar kennara. Niðurstöður gefa einnig til kynna að frekar er búist við því fyrir fram að karlar en konur séu góðir í því að „halda aga“ í kennslu. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið segir okkur betur frá.
Frumflutt
28. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.