Morgunútvarpið

03.10.2024

Við förum yfir stöðuna á Miðausturlöndum með Kjartani Orra Þórssyni, sérfræðingi í málefnum Írans.

Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en hún er meðal ritstjóra nýrrar bókar þar sem greint er frá niðurstöðum rannsókna á sveitar- og bæjarstjórnum á Norðurlöndunum.

Vandi heimilislausra vex mikið. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málaflokkinn í gær. Við ræðum málið við Soffíu Hjördísi Ólafsdóttur deildarstjóra í málfaflokki heimilislausra með miklar og flókar þjónustuþarfir hjá Reykjavíkurborg.

Við höldum síðan áfram ræða bandarísk stjórnmála og kosningarnar þar eftir mánuð eftir átta fréttir þegar Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna, verður hjá okkur.

Rúm 45 prósent landsmanna eru hlynnt aðild Íslands Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna. Hlutfall þeirra sem segjast hlynnt aðild hefur aldrei mælst hærra. Við ætlum ræða Evrópusambandið og efnahagsmál í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar við Hönnu Katrínu Friðriksson, formann þingflokks Viðreisnar, og Njál Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann fjárlaganefndar.

Tónlist:

Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.

REDBONE - Come And Get Your Love.

Una Torfadóttir - Um mig og þig.

Nöttaðir Höttarar & Salka Sól - Á annan stað.

Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Bríet - Komast heim.

LAUFEY - California and Me.

Frumflutt

3. okt. 2024

Aðgengilegt til

3. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,