Morgunútvarpið

10. febrúar - Kennarar, borgin og styrkjamálið

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður gestur okkar í upphafi þáttar en kennaraverkföllin voru dæmd ólögmæt í gær og nemendur því á leið í skólann þennan morguninn.

Um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en Reykjavíkurflugvöll og Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og húsnæðismálasérfræðingur hjá Credit Suisse, steig inn í þá umræðu í gær og færði fyrir því rök á Facebook síðu sinni einfaldast væri færa innanlandsflugið til Keflavíkur og byggja nýjan spítala í Keflavík. Við förum yfir þessa hugmynd með Ólafi og útreikningana sem styðja hana.

Meirihluti borgarstjórnarinnar sprakk á föstudagskvöld þegar borgarstjóri sleit samstarfi Framsóknarflokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Við ræðum stöðuna við Evu Marín Hlynsdóttur stjórnmálafræðing.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hef­ur heitið því Banda­ríkja­menn fái njóta plaströra á og vill binda enda á áherslu á pappírsrör sem virka ekki hans mati. „Aftur í plast!“ skrifaði forsetinn í hástöfum á samfélagsmiðli sínum. Við ætlum ræða þessa ákvörðun og áhrif hennar, óánægju með papparörin og stöðuna hér heima við Guðmund Steingrímsson, fyrrverandi þingmann, stjórnarmann í Landvernd og doktorsnema í umhverfis- og auðlindafræði.

Við ræðum borgarstjórnarmálin við borgarfulltrúana Alexöndru Briem, Pírötum og Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Sjálfstæðisflokki.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar og gerum upp úrslitin í Super Bowl með íþróttadeildinni.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum þá ákvörðun stjórnvalda krefja stjórnmálaflokka ekki um endurgreiðslu á styrkjum úr ríkissjóði þrátt fyrir þeir hafi ekki uppfyllt tiltekin skilyrði.

Frumflutt

10. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,