14. apríl -Páskaveðrið og -umferðin, fölsuð málverk og íþróttir
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við okkur um veðrið yfir páskana í upphafi þáttar og veðurviðvaranir.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum það sem framundan er í umferðaþungri viku.
Besta deild kvenna hefst á morgun og stemningin er mikil. Helena Ólafsdóttir heldur utan um umfjöllun um deildina á Stöð 2 sport og kíkir til okkar.
Jóhann Ágúst Hansen listmunasali á Gallerí Fold heldur áfram með okkur að ræða fölsuð málverk í umferð.
Við ræðum ákveðið TikTok-æði sem fylgir Minecraft myndinni við Guðný Ásberg rekstrarstjóra Sambíóanna og Rósalind Óskarsdóttir vaktstjóra í Sambíóunum Kringlunni.
Frumflutt
14. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.