Morgunútvarpið

14. apríl -Páskaveðrið og -umferðin, fölsuð málverk og íþróttir

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við okkur um veðrið yfir páskana í upphafi þáttar og veðurviðvaranir.

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum það sem framundan er í umferðaþungri viku.

Besta deild kvenna hefst á morgun og stemningin er mikil. Helena Ólafsdóttir heldur utan um umfjöllun um deildina á Stöð 2 sport og kíkir til okkar.

Jóhann Ágúst Hansen listmunasali á Gallerí Fold heldur áfram með okkur ræða fölsuð málverk í umferð.

Við ræðum ákveðið TikTok-æði sem fylgir Minecraft myndinni við Guðný Ásberg rekstrarstjóra Sambíóanna og Rósalind Óskarsdóttir vaktstjóra í Sambíóunum Kringlunni.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,