Morgunútvarpið

8. jan. -Varnarmál, pólitík, ritskoðun Meta o.fl.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en stefnt því fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári hefjist um eða upp úr næstu helgi.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.

Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, ræðir við okkur um aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi og öryggis- og varnarmál á norðurslóðum.

Við höldum áfram ræða stöðuna í stjórnmálunum, í þetta skiptið við Ingibjörgu Isaksen, þingmann Framsóknar, og Guðbrand Einarsson, þingmann Viðreisnar.

Ljósufjöll halda áfram bæra á sér. Í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Grjótárvatn. Hvað vitum við um þetta kerfi og hvað gæti verið í vændum? Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði kemur til okkar.

Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera spjallar við okkur um breytingar sem Mark Zuckerberg kynnti á ritskoðun Meta í gær.

Tónlist:

Júníus Meyvant - When you touch the sky.

Hljómar - Ég elska alla.

Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.

Paul Simon- You Can Call Me Al.

Metronomy - The Look.

Sébastien Tellier - Divine.

Grace, Kenya - Strangers.

Frumflutt

8. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,