Morgunútvarpið

29. ágúst

Varnaræfingin Norður-Víkingur fer fram á Íslandi og hafsvæðinu kringum landið fram til þriðjudags í næstu viku. Æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer jafnaði fram á tveggja ára fresti. Við ræddum við Jónas Allansson, skrifstofustjóra á varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins um málið.

Við héldum síðan áfram ræða samgöngumál og borgarlínuna, en Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur lýst yfir vilja til skoða neðanjarðarlestarkerfi í stað borgarlínu. Við ræddum þau mál við Lilju G. Karlsdóttur, samgönguverkfræðing, sem þekkir þau vel

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, var gestur okkar eftir átta fréttir. Við ræddum ungmenni, afbrot og fangelsismál vegna atburða síðustu daga.

Í gær ræddum við við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, og Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um nýja úttekt Viðskiptaráðs þar sem meðal annars kemur fram opinbert eftirlitsumhverfi hér á landi standi samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum, og íþyngjandi útfærslur hafi verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana séu mikil samanborið við grannríki. Við héldum áfram ræða þessi mál, í þetta skiptið heyrðum við í Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi nýjustu könnun Maskínu.

Stjórnvöld í Danmörku hvöttu fyrr í vikunni íbúa til eiga vistir til minnst þriggja daga til vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þessu hefur Rauði Kross Íslands imprað á í einhver ár. En hvað er nauðsynlegt eiga til og af hverju í þrjá daga? Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum á Íslandi fór yfir það með okkur.

Frumflutt

29. ágúst 2024

Aðgengilegt til

29. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,