Morgunútvarpið

Golfarar, atvinna á Skaganum, forstjóri Samkeppniseftirlitsins um KS og Kjarnafæði Norðlenska, Kerecis tilnefnd til verðlauna, vísindahornið.

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi nýverið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram á Spáni og karlaliðið leikur í Póllandi. Við heyrðum í Ólafi Birni frá Spáni.

Við heyrðum í bæjarstjóranum, Haraldi Benediktssyni um framtíðina í atvinnumálum á skaganum.

Í vor, skömmu áður en breytingar á búvörulögum voru samþykktar, gerði Samkeppniseftirlitið alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og varaði við samþykki þess. Í gær bárust fréttir af því Kaupfélag Skagfirðinga ætli kaupa Kjarnafæði Norðlenska, stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins. Nýju lögin heimila samruna afurðastöðva án takmarkanna. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins kom til okkar.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, er einn þriggja tilnefndra til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í flokki iðnaðar fyrir uppfinningu þeirra á því hvernig nota megi fiskroð til græða sár. Við heyrðum í Guðmundi sem gerði sig til fyrir verðlaunaafhendinguna.

Sævar Helgi Bragason kom til okkar í lok þáttar með ýmislegt áhugavert fyrir Vísindahornið.

Tónlist:

Lón - Hours.

Feldberg - Dreamin'.

Eilish, Billie - Birds of a Feather.

Carpenter, Sabrina - Please Please Please.

Simple Minds - Don't You (Forget About Me).

David Kusnher - Daylight.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.

Frumflutt

9. júlí 2024

Aðgengilegt til

9. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,