3. júní -Veðrið, völlurinn vígður, Íslandsbankabréf o.fl..
Við sláum á þráðinn til Rúmeníu þar sem leikskólabörn í leikskólanum Laufásborg keppa nú á skólamóti í skák. Við fáum að heyra hvernig gengur. Anja Ísabella Lövenholt foreldri verður á línunni.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun vígja nýjan vallarflöt Laugardalsvallar í stórleik gegn Frakklandi í kvöld. Við ræðum við Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóra, og spyrjum hvort völlurinn sé tilbúinn.
Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent og nýkjörinn formaður Evrópuhreyfingarinnar, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum stöðu mála gagnvart Evrópusambandinu.
Von er á óveðri á landinu í dag og snjókomu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Við heyrum í Jónu Björg Hlöðversdóttur, bónda á Björgum í Útkinn fyrir norðan og tökum stöðuna.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir fréttir úr heimi tækninnar.
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum stöðuna á viðskiptum með bréf Íslandsbanka.
Frumflutt
3. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.