Morgunútvarpið

30. okt. -Norður-Kóreskir hermenn, Ballon d-or, skátakrísa o.fl..

Um tíu þúsund her­menn frá Norður-Kór­eu stunda herþjálf­un í Rússlandi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur und­ir hönd­um. Zelensky sagði á blaðamannafundi í gær hann teldi það stigmögnun sem kalli á viðbrögð. Við ræðum við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing og fyrrverandi starfsmann utanríkisþjónustunnar.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum Gullboltann, Ballon d'Or, verðlaun sem veitt eru besta knattspyrnufólki heims. Glódís Perla Viggósdóttir var tilnefnd til verðlaunanna, og þá eru forráðamenn Real Madrid fjúkandi reiðir karlameginn.

Við ræðum stöðu menntakerfisins við Evu Harðardóttur lektor á deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöld var fjallað um hóp skáta sem er enn sér eftir alþjoðlegt skátamót í Suður-Kóreu í fyrra, óánægju með forystu hreyfingarinnar og deilur um meðferð fjármála. Við ræðum þessi mál áfram við Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, verður síðan gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu, en hann heldur erindi á ráðstefnu skólans um breytingar á stjórnarskrá á morgun.

Fimm börn eru alvarlega veik gjörgæslu eftir e.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Fimm önnur liggja inni á Barnaspítalanum. Við ræðum stöðuna við Valtý Stefánsson Thors yfirlækni á Barnaspítala Hringsins.

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

30. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,