Morgunútvarpið

12. nóv - COP29, kennaraverkfall og neytendur

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum tilboðsdagana sem eru áberandi.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur, eins og alltaf annan hvern þriðjudag.

COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, hófst í Aserbaídsjan í gær. Þar er Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem verður á línunni.

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur veltir fyrir sér varnarmálum í kosningabaráttunni. Hann kemur til okkar.

Við höfum rætt talsvert hvað tekur við fólki lokinni afplánun. Rauði Krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018 norskri og danskri fyrirmynd. Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri þess og Sigríður Ella Jónsdóttir teymisstjóri skaðaminnkunnar og félagslegra verkefna hjá RKÍ líta við hjá okkur.

Bryndís Ýr Pétursdóttir formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla og Jakob Frímann Þorsteinsson stjórnarmeðlimur kom til okkar.

Frumflutt

12. nóv. 2024

Aðgengilegt til

12. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,