6. júní -Seðlabankastjóri um Efnahagshorfur, bylting í HIV rannsóknum o.fl..
Alþjóðlegar knattspyrnubúðir standa nú yfir á Ísafirði. Um 90 iðkendur taka þátt og þjálfarar frá enska liðinu Middlesbrough FC miðla reynslu sinni. Heiðar Birnir Torleifsson, yfirþjálfari knattspyrnubúðanna, verður á línunni í upphafi þáttar.
Sumarfrí margra grunnskólabarna hefjast um helgina. Þar blasir við talsverð áskorun hjá mörgum foreldrum að halda börnum sínum frá skjáum og sjá til þess að skjánotkunin sé skynsamleg og örugg. Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands fer yfir nokkur góð ráð til að stuðla að ábyrgri netnotkun barna og ungmenna í sumar.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna í efnahagsmálum.
Við ræðum það sem kallað hefur verið byltingarkennda uppgötvun í leit að lækningu við HIV og nokkuð bjarta framtíðarsýn við Bryndís Sigurðardóttur smitsjúkdómalækni.
Við förum yfir fréttir vikunnar í lok þáttar með góðum gestum, Einari Bárðarsyni og Höllu Gunnarsdóttur.
Frumflutt
6. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.