Morgunútvarpið

Ókyrrð í háloftunum, uppbygging á Borg í Grímsnesi, ljósleiðaravæðing, offita, brunatengd logavinna og írskir dagar

Áframhaldandi fréttir af mikilli ókyrrð í flugi vekja upp spurningar hjá fólki. Veðurfræðingar hafa sagt slíkum tilfellum geti fjölgað um allt helming vegna hamfarahlýnunar. Sævar Helgi Bragason leit við hjá okkur og fór yfir vísindin og ókyrrðina.

Framkvæmdir við gatnagerð eru í gangi á Borg í Grímsnesi en til stendur úthluta lóðum undir 57 íbúðir. Þá stendur líka til byggja upp verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði og 9 holu golfvöll á svæðinu. Íbúar eru stórhuga og segja svæðið verði paradís fyrir þau sem kjósa kyrrð og fram yfir ys og þys en vilja samt hafa alla þjónustu í næsta nágrenni. Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, var á línunni.

Stjórnvöld hafa ákveðið flýta ljósleiðaravæðingu tengdra lögheimila á landinu um tvö ár og hafa auki gert það markmiði sínu aðgengi ljósleiðara nái til 100% lögheimila fyrir árslok 2026. Í tilkynningu frá Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir um ræða langþráða heildstæða uppfærslu fjarskipta gagnvart þúsundum heimila um land allt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fór yfir þetta mál með okkur.

Það er eðlilegt tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert. Þetta er meðal þess sem kemur fram í í meistararannsókn Unnar Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðings, en hún er birt ritrýnd í Tímariti Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Algengi offitu í heiminum hefur farið hraðvaxandi síðustu áratugi og er hefur fullorðnum Íslendingum með offitu hefur farið fjölgandi og var hlutfallið komið upp í 27,4% árið 2022. Unnur ræddi við okkur um offitu og hvernig það skiptir máli hvernig talað er um hana innan heilbrigðiskerfisins.

Líkt og komið hefur fram er talið nýafstaðinn bruni í Kringlunni hafi kviknað vegna bræðslu þakpappa sem fór úrskeiðis. Hrefna Sigurjónsdóttir verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir brunatengda logavinnu of algenga og því vert spyrja hvort betur megi fara í þeim efnum. Hún kom til okkar ásamt Friðriki Helga Árnasyni hópstjóra eignatjóna hjá Sjóvá.

Núna fara fram Írskir dagar á Akranesi sem hápunkti um helgina. Akurnesingar eru af írum komnir langt aftur í aldir og því tengir bærinn sig við Írland með bæjarhátíðinni sinni. Í kvöld fara t.d. fram tónleikar þar sem eingöngu írsk tónlist verður flutt. Einn bæjarbúanna er Saidhbhe “Sæf” Emily Canning sem er írsk stelpa sem býr og starfar á Akranesi. Hún er sem sagt íri á Írskum dögum. Hvað skyldi henni finnast um Írska daga á Íslandi?

Lagalisti:

Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).

Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).

Kristín Sesselja - Exit Plan.

Rebekka Blöndal - Sólarsamban.

Elton John - Philadelphia freedom.

Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.

Sinead O'Connor - Mandinka.

Frumflutt

3. júlí 2024

Aðgengilegt til

3. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,