Morgunútvarpið

28.10.2024

Volodomyr Zelensky tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna og Úkraínu í Reykjavík í dag. Því fylgja háar öryggiskröfur og -ráðstafanir. Munu höfuðborgarbúar finna fyrir því á einhvern hátt? Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra verður á línunni.

Kjartan Orri Þórsson, kennari og sérfræðingur í málefnum Írans, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Ísraelski herinn gerði loftárásir á Íran um helgina, tveir hermenn féllu og óljóst er hver viðbrögðin verða.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna stór hluti kvenna í lögreglunni verður fyrir kynbundinni áreitni í starfi sínu og konum hefur ekki fjölgað í áhrifa- og stjórnunarstöðum líkt og miðað hefur verið að, auk þess sem vísbendingar eru um óeðlilegt brotthvarf meðal þeirra. Finnborg Salóme Steinþórsdóttir aðjúnkt við segir okkur frekar frá.

Mikil umræða skapaðist um helgina um einkaskilaboð sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sendi í einkaskilaboðum til kjósanda þar sem hún sagði Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, sem er í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, vera aukaleikara sem verði ekki ráðherra komist flokkurinn til valda. Hann þurfi fylgja forystunni. Við ætlum ræða skilaboðin, áhrifin og viðbrögð flokksins með Andrési Jónssyni, almannatengli.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með fulltrúa íþróttadeildarinnar, eins og alltaf á mánudögum, en þar var mikið um vera um helgina.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ræddi um helgina við bandaríska hlaðvarpsstjórnandann Joe Rogan í hlaðvarpi hans sem er það vinsælasta í heimi. Hann fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi meðal annars um það sem tekur við verði hann kjörinn forseti í næstu viku, og þar lagði hann mikla áherslu á tolla, sem hann sagði í raun vera sitt uppáhalds orð, fallegasta orðið í orðabókinni, og færði fyrir því rök verndartollar geti gert Bandaríkin mun ríkari. Við ætlum ræða þessa efnahagsstefnu Trump, og áhrifin hennar á Bandaríkin annars vegar og Evrópu og önnur ríki hins vegar, við Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Tónlist:

Stuðmenn - vera í sambandi.

PAUL SIMON - Graceland.

Una Torfadóttir - Dropi í hafi.

KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.

Sébastien Tellier - Divine.

Bill Withers - Lean On Me.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

28. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,