6. maí -Olíumarkaðurinn, sjómenn um veiðigjald, Gaza o.fl..
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum óvænta tilkynningu um aukna olíuframleiðslu og verðlækkun á mörkuðum.
Mikið er rætt um hegðunarvanda barna og ungmenna þessi misserin. Arndís Þorsteinsdóttir Sálfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Margrét Sigmarsdóttir, prófessor á menntavísindasviði HÍ búa yfir áratuga reynslu á því sviði og gefa okkur þeirra sýn á málið.
Ísraelsstjórn var í gær sögð hafa samþykkt að herða hernaðaraðgerðir á Gaza með það markmið að innlima landsvæðið. Við förum yfir stöðuna með Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi.
Áfram verður rætt um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald á þingi í dag en þingfundi var frestað á miðnætti í gær. Við ræðum frumvarpið við Valmund Valmundsson. formann Sjómannasambands Íslands, og umræðuna um greinina.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi tækninnar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því um helgina að hún hafi fengið boð um skólavist í Columbia-háskóla í New York. Hún þáði boðið svo við tekur leyfi frá þingstörfum. Áslaug lítur við hjá okkur í lok þáttar.
Frumflutt
6. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.