Morgunútvarpið

17. sept. -Stjórnmálin og Yazan, einkarekið heilbrigðiskerfi, Pútín hótar o.fl..

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, verður á línunni í upphaf þáttar þegar við ræðum samskipti ráðherra Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í máli Yazans Tamini sem til stóð vísa úr landi í gær.

Talsverð umræða hefur skapast um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu undanfarna daga. Ekki síst vegna umræðu sem skapaðist um langan biðlista hins opinbera kerfis eftir brjósklosaðgerðum og hvernig hægt er borga sig framhjá þeim með því greiða 1,2 milljónir hjá einkastofu. Jón Magnús Kristjánsson og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala telur nauðsynlegt halda stefnumótunarþing með aðkomu allra haghafa þar sem sett verður stefna um útvistun heilbrigðisþjónustu á Íslandi bráðalæknir. Hann kemur til okkar ræða málið.

Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, verður gestur okkar korter í átta. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði um helgina heimild til handa Úkraínumönnum til nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins.

Nokkur umræða hefur verið síðustu daga um verð á skyndibita hér á landi, en Vísir lagðist í mikla úttekt á þeim málum eftir umræðu á Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Við ætlum rýna í verð á íslenskum skyndibita og þróun í þeim málum við Auði Ölfu Ólafsdóttir sem starfar við verðlagseftirlit og umhverfis- og neytendamál hjá ASÍ.

Réttarhöld vegna ákæru ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta gegn Manchester City hófust í gær en City er ákært fyrir hafa brotið 115 sinnum á fjármálaregluverki deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Við ræðum þetta mál við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann, sem þekkir það vel.

Tónlist:

THE POLICE - Roxanne.

Smith, Myles - Stargazing.

Kiwanuka, Michael - Floating Parade.

METRONOMY - Things will be fine.

TEITUR MAGNÚSSON & BJARNI DANÍEL - Sloppurinn.

Beyoncé - Bodyguard.

Hozier - Too Sweet.

PAUL SIMON - Graceland.

Fontaines D.C. - Favourite.

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

17. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,