Magnús Þór Jónsson formaður KÍ kemur til okkar að ræða leiðtogafund ISTP 2025 og nýjan menntamálaráðherra.
Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur búsettur í Þýskalandi, ræðir við okkur um stöðuna þar í landi og áhrifamiklar breytingar þar á stjórnarskránni sem gerir ríkinu auðveldara að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála.
Í gær sagði Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor í næringarfræði, okkur frá nýrri rannsókn sem sýnir skýr tengsl milli vestræns mataræðis hjá mæðrunum og ADHD og einhverfu hjá börnum þeirra. Við höldum umræðunni áfram með Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur lækni og meðlim í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna og Sigrúnu Ósk Stefánsdóttur dansara sem fékk einhverfugreiningu á fullorðinsárum.
Seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands fer fram á morgun og á fimmtudag þar sem kosið verður á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Þau verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Mikið er um vinsælar sjónvarpsþáttaraðir þessa dagana og við ætlum að rýna í þær helstu og áhrif þeirra með Ragnari Eyþórssyni, framleiðanda.