Hvernig við tölum um mataræði, kúra og átök getur haft mikil áhrif á geðheilsu barnanna okkar. Berglind Lilja Guðlaugsdóttir næringafræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins kemur til okkar.
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM kemur til okkar og fer yfir stöðuna í kjarabaráttunni með okkur.
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, ræðir við okkur um bjartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði, og spá um 17 prósent hækkun líftæknifyrirtækja á árinu.
Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og nú fisksali, ræðir við okkur um HM í handbolta og vináttulandsleikinn gegn Svíþjóð í dag.
Við ræðum skógareldana í LA við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.
Frumflutt
9. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.