Morgunútvarpið

6. febrúar - Óveður, stjórnmál og gæludýr

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, fer yfir verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, ræðir við okkur um upphaf þings.

Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini ræðir verkföll.

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, fer yfir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Helga Jóhannsdóttir hjá Veitum ræðir rafmagnsleysi í óveðrinu.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, ræðir óveðrið og horfinn pott.

Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum frumvarp sem Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ætlar leggja fram þar sem lagðar eru til breytingar á ákvæðum laga um fjöleignarhús sem varða dýrahald þannig samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi ekki nauðsynlegt.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,