Morgunútvarpið

6. febrúar - Óveður, stjórnmál og gæludýr

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, fer yfir verkefni björgunarsveitanna vegna veðursins.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, ræðir við okkur um upphaf þings.

Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini ræðir verkföll.

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, fer yfir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Helga Jóhannsdóttir hjá Veitum ræðir rafmagnsleysi í óveðrinu.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, ræðir óveðrið og horfinn pott.

Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum frumvarp sem Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ætlar leggja fram þar sem lagðar eru til breytingar á ákvæðum laga um fjöleignarhús sem varða dýrahald þannig samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi ekki nauðsynlegt.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,