20. mars - Undirskriftir, landsleikur og fólksfjölgun
Íslendingar hafa aldrei verið jafn óduglegir við að fjölga sér. Þetta sýna tölur Hagstofunnar og þróunin hefur verið á þennan veg undanfarin 10 ár. En hvers vegna? Sunna Kristín Símonar nýdoktor við Félagsvísindastofnun og aðjúnkt í félagsfræði hefur einmitt leitast við að svara því. Hún kemur til okkar.
Undanfarnar vikur höfum við töluvert rætt stöðuna á húsnæðismarkaði við ýmsa þingmenn og aðra. Í gær lagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, enn á ný fram frumvarp um afnám stimpilgjalds. Við ræðum þau mál við hann.
Við höldum áfram umræðu um stöðuna á bílamarkaði þegar við ræðum við Björn Kristjánsson, bílasérfræðing og ráðgjafa hjá FÍB, en í gær var töluvert rætt um miklar framfarir í batterímálum hjá rafmagnsbílaframleiðandanum Build Your Dreams sem gerir fólki kleift að hlaða bíl sinn á fimm mínútum.
Ísland leikur í dag sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þegar liðið mætir sterku liði Kósóvó. Við ræðum við formann Tólfunnar, Hilmar Jökul Stefánsson.
Mikið hefur verið karpað um undirskriftir þessa dagana. Við ræðum við Inga Vífil Guðmundsson sem er grafískir hönnuður og sérfræðingur í undirskriftum.
Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði lítur við hjá okkur í lok þáttar. Við ætlum að ræða Kennedy skjölin.
Frumflutt
20. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.