Morgunútvarpið

Gular veðurviðvaranir og bongó, Símamót, bílaleigur, Hrútshellir og fréttir vikunnar

Við slógum á þráðinn til Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Gular veðurviðvararnir taka gildi eftir því sem líður á morguninn á Vestfjörðum og Breiðafirði. Við ræddum veðrið bæði til skamms og lengri tíma við Einar.

Um 3000 þúsund stelpur í 5., 6. og 7. flokk kvenna knattspyrnu koma saman í Kópavogsdalnum í dag og um helgina til taka þátt í fertugasta Símamóti Breiðabliks. Hlynur Höskuldsson er formaður barna- og unglingaráða Breiðabliks og mótsstjóri. Hann leit við hjá okkur.

Samdráttur er í ferðaþjónustunni hér á landi. Ísland fellur niður listann hjá leitarvélinni Google og ferðaþjónustan finnur fyrir samdrætti. Við forvitnuðumst um stöðuna hjá bíla­leigu­num og heyrðum í Magnúsi Sverri Þorsteinssyni sem er einn eiganda bílaleigunnar Blue í Reykjanesbæ.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræði prófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðandi situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hann stendur í ströngu, ásamt fleira góðu fólki, við grafa upp Hrútshelli við Ægissíðu á Hellu. Hellirinn virðist stærri en búist var við og nokkuð dýpra á honum en talið var. Við fengum heyra af því.

Til fara yfir fréttir vikunnar með okkur í lok þáttar komu þau Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir af fréttastofu RÚV og Orri Páll Ormarsson blaðamaður á Morgunblaðinu til okkar.

Tónlist:

Dikta - From Now On.

Duran Duran- Ordinary World.

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.

Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.

Bill Withers - Lovely Day.

Frumflutt

12. júlí 2024

Aðgengilegt til

12. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,