Morgunútvarpið

11. feb. -Sólmyrkvi, borgarmálin og stefnuræða forsætisráðherra.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum loðnuleitina sem er í fullum gangi.

Við ræðum það reglulega hér með Sævari Helga Bragasyni von er á bylgju ferðamanna í kringum 12. ágúst á næsta ári, þegar almyrkvi sólu verður greinilegur héðan. Annar fastagestur okkar, Björn Berg Gunnarsson, skrifaði grein í gær þar sem hann viðraði áhyggjur sínar af undirbúningsleysi íslensku ferðaþjónustunnar þegar kæmi þessum risaviðburði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kemur til okkar í spjall um málið.

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um fréttir þess efnis Rússlandsforseti ætli endurvekja Intervision söngvakeppnina, til höfuðs Eurovision.

Við ræðum stöðuna í borginni við tvo fyrrum borgarfulltrúa, Gísla Martein Baldursson og Björk Vilhelmsdóttur.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í gærkvöld. Ræðan átti vísu fara fram á miðvikudag í síðustu viku en var frestað vegna ofsaveðurs. Við ætlum kryfja það sem kom fram á alþingi í gærkvöldi með þingmönnunum Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn og Bergþóri Ólasyni, Miðflokki.

Frumflutt

11. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,