Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa handtekið nærri fjögur hundruð manns vegna mótmælanna sem fram hafa farið í borginni síðan á laugardag. Sagt er að ró sé að færast yfir borgina. Við tökum stöðuna með Dröfn Ösp Snorradóttur-Rozas sem er búsett í LA.
Kristján Hafþórsson, einn jákvæðasti maður landsins, félagsfræðingur og fyrirlesari, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en hann ræðir í sumar við krakka í vinnuskólanum um jákvæðni og hugrekki.
Við höldum áfram að ræða baráttu Grænlendingar þegar kemur að því að fá að leika keppnisleik í knattspyrnu á alþjóðasviðinu. Guðmundur Þorsteinsson býr þar og þekkir íþróttamálin vel og hann verður á línunni hjá okkur.
Við ræðum stöðuna á þingi morguninn eftir eldhúsdagsumræður við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformann Flokks fólksins.
Hafsteinn Einarsson lektor í tölvunarfræði ræðir við okkur um rannsókn á gervigreind á vegum Apple sem hefur gengið eins og eldur um sinu.
Í lok þáttar heyrum við í Ragnhildi Þórðardóttur heilsusálfræðingi sem minnir fólk á að taka ekki dugnaðarkvíða með sér í sumarfríið.
Frumflutt
12. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.