Morgunútvarpið

Neistaflug á Neskaupsstað, lögreglustjóri um stöðuna í Grindavík, hvernig forseti verður Halla Tómasdóttir og staðan í Miðausturlöndum

Við héldum áfram taka púlsinn á þeim hátíðum sem fram fara um verslunarmannahelgina sem er fram undan. Í dag heyrðum við í Maríu Bóel Guðmundsdóttur, en hún sér um framkvæmd Neistaflugs í Neskaupsstað.

Tilefni er til þess hafa áhyggjur af því hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík og þá ekki hægt útiloka gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem hann sendi frá sér eftir nýjasta hættumat Veðurstofunnar kom út. Gist er í um það bil 30 húsum í Grindavík þessa dagana og hefur lögreglustjóri áhyggjur af því. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum var á línunni hjá okkur.

Í dag tekur nýr forseti lýðveldisins við en setningarathöfnin hefst í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur. Athöfnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Þar verður Halla Tómasdóttir svarin inn sem Forseti Íslands. En hvernig forseti verður Halla, svona miðað við kosningabaráttuna og hennar líf og störf fram þessu. Til þess rýna í þessa kristalkúlu heyrðum við í Guðmundi Heiðari Helgasyni, almannatengli hjá auglýsingastofunni Tvist.

Og svo litum við til Miðausturlanda. Allt virðist vera þar á suðupunkti; ísraelski herinn hefur gert nær linnulausar árásir á Gaza í tæpa tíu mánuði, í kjölfar árásar Hamas samtakanna á Ísrael og gíslatöku þar í október. Upp frá þessu hafa deilur fyrir botni miðjarðarhafs harnað. Sumir segja það einungis tímaspursmál þar til enn fleiri lönd dragist inn í þessi hatrömmu átök og styrjöld skelli á. Til þess fara yfir stöðuna í Miðausturlöndum kom til okkar Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Miðausturlandafræðum við Háskóla Íslands.

Lagalisti:

Stjórnin - Í augunum þínum

Zach Bryan - Pink Skies

Guðmundur R - Orð gegn orði

Laddi og Hljómsveit mannanna - Tíminn

Bill Withers - Lean On Me

Iceguys - Gemmér Gemmér

Ragnhildur Gísladóttir, Stuðmenn og PATRi!K - Fegurðardrottning

Womack & Womack - Teardrops

Una Torfadóttir - Um mig og þig

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

1. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,