Morgunútvarpið

Siglingar á seglskútum við Grænland, borgarstjóri ræðir málefni hjólabúa, staðan á Reykjanesi, íþróttir og breytt staða í Bandaríkjunum.

Við heyrðum í Heimi Harðarsyni, sem er leiðangursstjóri, skipstjóri og eigandi Norðursiglingar á Húsavík. Hann sagði okkur frá vikulöngum siglingum um stærsta fjarðakerfi jarðar, Scoresbysund á Austur-Grænlandi á skútu. Við tókum líka stöðuna á hvalaskoðun á Skjálfanda.

Við héldum áfram umræðu um málefni hjólabúa sem búa í hljólhýsum og húsbílum á bráðabirgðarsvæði við Sævarhöfða í Reykjavík. Á föstudaginn var formaður Hjólabúa, Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, hjá okkur ásamt Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins og sagði hjólabúa bíða eftir úrræðum frá borginni. Borgarstjóri lét hafa eftir sér í kjölfarið fólk gæti bara leitað á tjaldsvæði í nágrenni Reykjavíkur, borgin ekki á leiðinni setja upp slíkt svæði fyrir þennan hóp. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, var gestur okkar.

Skjálftavirkni færist í aukana á Reykjanesskaga og talið er gos hefjist á næstu þremur til fjórum vikum. En margir spá í spilin og ekki allir á eitt sammála. Eldfjallafræðingur spáði því til dæmis um helgina eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið, en hann sagði á bloggsíðu sinni samkvæmt GPS-mælingum hefði hægt á landrisinu undanfarið. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar sagði aftur á móti ekkert benda til gosloka. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði var á línunni hjá okkur og fór yfir stöðuna.

Við fórum yfir íþróttirnar með Óðni Svan Óðinssyni beint frá hljóðveri RÚV á Akureyri.

Í gær barst tilkynning frá Joe Biden Bandaríkjaforseta um hann hefði hætt við framboð sitt til forseta en stefndi á klára kjörtímabilið og draga sig svo í hlé. Mikill þrýstingur hefur verið á hann gera þetta frá ýmsum málsmetandi demókrötum. Við fengum álit Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í alþjóðasamskiptum, á stöðunni sem er komin upp í Bandaríkjunum.

Lagalisti:

Birkir Blær - Thinking Bout You

The Cars - Drive

Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti, Fjallabræður - Fullkominn dagur til kveikja í sér

Roxy Music - Let's stick together

Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir

Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel

Stevie Nicks - Edge Of Seventeen

Kenya Grace - Strangers

Marvin Gaye - What's Going On

Frumflutt

22. júlí 2024

Aðgengilegt til

22. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,