Morgunútvarpið

19. sept - Duchenne samtökin, Upplýsingaóreiða og málaþurrð á Alþingi.

Við byrjum þáttinn á því fara í ræturnar. Nokkuð bókstaflega. Við ætlum ræða lífræna ræktun hér á landi og hvað dró Önnu Margréti Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, henni.

Við höldum áfram ræða mál Yaz­ans Tamimi eftir fréttayfirlitið hálf átta. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi, verður gestur okkar.

Við ræðum upplýsingaóreiðuna og lýðræðið við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar.

Er málaþurrð á Alþingi? Það segir Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar. Hann segir alla orku ríkisstjórnarinnar hafa farið í eigið ósætti vegna máls Yazans frekar en ræða brýn hagsmunamál sem snerta þjóðina. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er því ekki sammála. Þeir mæta til okkar upp úr átta.

Katrín prinsessa af Wales sneri aftur til starfa á þriðjudaginn eftir rúmlega átta mánaða veikindaleyfi. Við ætlum ræða endurkomuna og málefni konungsfjölskyldunnar við Önnu Lilju Þórisdóttur, fréttamann og rojalista.

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum sprengjur í símboðum, en fjöldi Hezbollah-liða eru enn í lífshættu eftir þúsundir símboða sprungu í Líbanon í gær.

Tónlist:

Benni Hemm Hemm - Miklabraut.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.

Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.

Vampire Weekend - Harmony Hall.

CHANGE - Yakkety yak smacketty smack.

THE DANDY WARHOLS - Bohemian Like You.

Jónfrí - Andalúsía.

Bridges, Leon - Peaceful Place.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

19. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,