Morgunútvarpið

28. apríl -Griðasvæði, prófakvíði, Exit-auglýsing o.fl..

Sagt var frá því í hádegisfréttum í gær Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Icewhale, ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar hafi sent matvælaráðherra tillögu þess efnis allt Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir ræðir þeirra sýn á málið.

Allir og amma þeirra eru í prófatörn eða föst yfir ritgerðarskrifum þessa dagana. Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir, klínískur sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni deilir með okkur sínum bestu ráðum þegar kemur kvíðanum sem fylgir.

Við ræðum við Sólveigu Jónsdóttur stjórnmálafræðing sem þekkir vel til á Írlandi um tónleika írsku sveitarinnar Kneecap á Coachella-hátíðinni sem hefur vakið hörð viðbrögð stjórnmálamanna í Bandaríkjunum.

Alþingi kemur aftur saman eftir páskafrí í dag og fjölmörg stór mál bíða afgreiðslu á lokaspretti þingsins. Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, ræða það sem er framundan.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt á mánudegi.

Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur vakið mikil viðbrögð. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur auglýsinguna og hann verður gestur okkar í lok þáttar ásamt Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Frumflutt

28. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,