Morgunútvarpið

29. apríl - Rafmagnsleysi, Wrexham og varnarmál

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en á þingi í dag verður rætt frumvarp um breytingu á varnarmálalögum þar sem markmiðið er styrkja sveitina.

Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræðir við okkur um stöðuna á fasteignamarkaði og fréttir um eignir sem seldar eru án auglýsinga í vinsælum hverfum.

Velska knattspyrnuliðið Wrexham, sem er í eigu Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenny, tryggði sér um helgina sæti í ensku B deildinni og sagan ótrúlega um Wrexham heldur því áfram sem var í utandeild fyrir fimm árum. Við ræðum liðið við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, og önnur dæmi þess efnamiklir menn kaupi lið og sæki fram.

Rafmagn er komið á nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Er komið í ljós hvað olli þessu? Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti lítur við hjá okkur.

Miðeind er 10 ára um þessar mundir. Starfsemi Miðeindar hefur alltaf gengið út á hugbúnaðarþróun og rannsóknir í máltækni en undanfarin ár hefur fyrirtækið fært sig alfarið yfir í þróa gervigreindarlausnir, þjálfa mállíkön eða tauganet til þess leysa ýmis vandamál fyrir íslensku. Linda Heimisdóttir framkvæmdastjóri Miðeindar kíkir til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

29. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,