ok

Morgunútvarpið

11. Sept -Kappræður í USA, Hljóðmörk, fjárlög ofl..

Það vakti athygli fyrr í vikunni að stórstjarnan Beyonce hlaut ekki tilnefningu til banda­rísku kántríverðlaun­anna þrátt fyr­ir að eiga eitt vin­sæl­asta kántrílag árs­ins, Texas Hold’Em. Allt frá því Beyonce gaf út plötuna Cowboy Carter hafa heitar umræður verið uppi um það hvar hún passar inn í kántrísenuna. Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði og tónlistarsérfræðingur spjallar við okkur um málið.

Áströlsk stjórnvöld hyggjast lögfesta að börnum og unglingum verði ekki heimilt að nota samfélagsmiðla. Við ætlum að ræða þessa nálgun og hvort það sé yfirhöfuð hægt að banna samfélagsmiðla ákveðinna aldurshópa við Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra hjá Fjölmiðlanefnd, sem hefur beitt sér töluvert í þessum málum.

Björn Berg Gunnarsson kíkir til okkar og ræðir það hvernig hægt er að fara snemma á eftirlaun.

Eftir átta fréttir ætlum við að halda áfram að ræða fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, verður gestur okkar.

Íbúar í Hlíðahverfi og Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi hafa stofnað samtökin Hljóðmörk gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félagsmenn vilja að gripið verði til aðgerða vegna hávaðamengunar. Manda Jónsdóttir er ein þeirra og lítur við hjá okkur.

Við ræðum fyrstu og einu kappræður Harris og Trump sem fóru fram í nótt með Nichole Leigh Mosty.

Tónlist:

SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.

Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).

Sigur Rós - Við spilum endalaust.

Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?.

METRONOMY - The Look.

BRUCE SPRINGSTEEN - Born in the U.S.A.

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

11. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,