30. maí -Skúlahlaup, sjómannadagurinn, gullhvelfing o.fl.
Við hefjum morguninn á því að heyra af miðbæjarhlaupi helgarinnar. Fimmta árið í röð stendur verður Skúlahlaupið farið. Björn Árnason eigandi Skúla craft bar heldur utan um þetta og lítur við hjá okkur í fyrsta bolla.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur núna á sunnudaginn. Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, ræðir við okkur.
Í vikunni voru sagðar fréttir af viðbrögðum þjóða við áætlunum Donalds Trumps og Pete Hegseths um að reisa gullhvelfingu um Bandaríkin. Stjórnvöld í Peking sögðu m.a. áætlanirnar grafa undan stöðugleika í alþjóðamálum. En hvað í ósköpunum erum við að tala um þarna? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur fer í saumana á því.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, verða gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum frumvarp sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með fyrrverandi þingmönnunum Guðmundi Steingrímssyni og Sigurði Kára Kristjánssyni.
Frumflutt
30. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.