Morgunútvarpið

23. ágúst

Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í gærkvöldi. Við hófum þáttinn með Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur.

Fjöldi fólks hefur krafist frelsunar Pauls Watson, sem lengi var kenndur við samtökin Sea Shephard, sem berjast til verndar hvölum og Íslendingar þekkja vel. Hæstiréttur Grænlands staðfesti á þriðjudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Watson til 5. september en hann var handtekinn í Nuuk 21. júlí síðastliðinn. Inga Dóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnmálakona í Grænlandi, var á línunni þaðan og ræddi málið.

Tekist hefur verið á um orsakir verðbólgunnar - og vaxtastigsins - undanfarið. Formaður Miðflokksins var hjá mér í gær og sagði Sjálfstæðisflokkinn semja nýjar hagfræðikenningar - þvert á þær sem hafa þótt gildar hingað til og setja ábyrgðina frekar á einstaklinginn en ríkisfjármálin. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, mætti til mín og ræddi verðbólgu og hagfræðina.

Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, var gestur minn fyrir átta fréttirnar. Lágvöruverðsverlunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og við ræddum áhrifin.

Við héldum síðan áfram ræða endurskoðaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarmálin. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins voru gestir mínir.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS-orku var á línunni vegna gossins.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað í lok þáttar. Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingkona og forstöðukona Fjölmenningarseturs, og fjölmiðlamaðurinn Bergsteinn Sigurðsson, komu.

Frumflutt

23. ágúst 2024

Aðgengilegt til

23. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,