20. júní -Utanríkisráðherra, skemmtiferðaskip, fréttir vikunnar o.fl..
Rúm vika er síðan Ísrael gerðu árás á Íran sem hefur svo í kjölfarið verið svarað á víxl. Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að taka ákvörðun um hvort Bandaríkin taki beinan þátt í árásum Ísraela á næstu tveimur vikum. Við ræðum stöðuna við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir við okkur um ákvörðun veitingastaða um að rukka sérstaklega fyrir sætin á stórhátíðardögum til að koma til móts við launakostnað.
Birna Þórisdóttir, næringarfræðingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hún skrifaði grein í gær þar sem hún sagði að upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu séu of gamlar og að það sé óásættanlegt. Við ræðum þau mál við hana.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Kjartani Orra Þórssyni, kennara og sérfræðingi í málefnum Írans, og Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi og kennara.
Frumflutt
20. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.