Við hefjum þáttinn á því að hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn, 17. júní sem er á morgun. Árbæjarsafnið verður að venju þjóðlegt á morgun og Helga Maureen segir okkur frá undirbúningi og hátíðarhöldum þar á bæ.
Birkir Hrafn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, ræðir við okkur um hvernig gengið hefur að malbika síðustu vikur.
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ræðir við okkur um stöðuna á húsnæðismarkaði.
Hótanir um aukna hörku ganga á víxl milli ráðamanna í Ísrael og Íran. Hvort ríki lét eldflaugum rigna yfir hitt í nótt. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir stöðuna við okkur.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum.
Nokkur félagasamtök standa í dag að málþingi um áfengismál og þar taka þátt í panelumræðum Sigurþóra Bergsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau verða hér hjá okkur í lok þáttar.
Frumflutt
16. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.