Morgunútvarpið

16. júní - Áfengi, Íran og malbikun

Við hefjum þáttinn á því hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn, 17. júní sem er á morgun. Árbæjarsafnið verður venju þjóðlegt á morgun og Helga Maureen segir okkur frá undirbúningi og hátíðarhöldum þar á bæ.

Birkir Hrafn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, ræðir við okkur um hvernig gengið hefur malbika síðustu vikur.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ræðir við okkur um stöðuna á húsnæðismarkaði.

Hótanir um aukna hörku ganga á víxl milli ráðamanna í Ísrael og Íran. Hvort ríki lét eldflaugum rigna yfir hitt í nótt. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir stöðuna við okkur.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum.

Nokkur félagasamtök standa í dag málþingi um áfengismál og þar taka þátt í panelumræðum Sigurþóra Bergsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau verða hér hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

16. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,