Morgunútvarpið

11. okt. -Óstaðbundin vinna, ferðaþjónustan, fréttir vikunnar o.fl..

Við kynnum okkur stöðuna þegar kemur óstaðbundnum störfum hér á landi. Hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri var verið kynna umfangsmestu rannsókn sem framkvæmd hefur verið um reynsluna af þeim málum hér á landi. Sæunn Gísladóttir, ein höfunda, verður á línunni.

Við höldum áfram ræða fækkun tónleikastaða í Reykjavík á kostnað ferðaþjónustu í ljósi umfjöllunar The Guardian í vikunni. Í gær ræddum við við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðing, en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, verður gestur okkar í dag.

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og stjórnandi hjá Símanum, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við hitum upp fyrir landsleikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Viljayfirlýsing var undirrituð í vikunni um flytja forn íslensk handrit til landsins á næstu árum, í langtímaláni til rannsókna og sýningar. Þar á meðal eru handrit sem hafa ekki verið á Íslandi í meira en 300 ár. Við ætlum ræða þessi mál við Guðrúnu Nordal, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar.

Fréttir vikunnar verða þennan föstudaginn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar.

Tónlist:

MUGISON - Stingum Af.

Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.

LAUFEY - California and Me.

Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Skítaveður.

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

11. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,