Morgunútvarpið

12. febrúar - Brimbretti, gervigreind og afbrot

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, kíkir til okkar í upphafi þáttar og ræðir ölduna í Þorlákshöfn og mótmæli brimbrettaiðkenda.

Eflaust hafa mörg þurft sneiða fram hjá holum í veginum á leið sinni til vinnu í morgunsárið. Þær virðast vera út um allt. Oddur Sigurðsson Hagalín, forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar kemur til okkar.

Við ætlum spjalla við sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prest í Grafarvogskirkju um drauma og draumaráðningar.

Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði - og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum fréttir úr heimi gervigreindarinnar og ákvörðun Bretlands og Bandaríkjanna um skrifa ekki undir alþjóðlegan sáttmála um notkun hennar.

Guðmundur Jóhannsson verður á sínum stað með hálfsmánaðarlegt tæknihorn.

Farið var yfir mál Bryndísar Klöru sem lést eftir hafa reynt koma öðrum til hjálpar í hnífaárás á menningarnótt í sjónvarpsþættinum Kompás á stöð 2 fyrr í vikunni. Þar kom meðal annars fram forráðamenn drengsins hafi verið handteknir og grunaðir um hylmingu. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn. Slíkt er refsilaust þegar um er ræða nána vandamenn. Við ræðum málið við Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing.

Frumflutt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,