Morgunútvarpið

25. okt - Barnaspítalinn, kennarar og stjórnmál

Ecoli smit hefur greinst á sex af sjö deildum leikskólans Mánagarðs. Um þrjátíu börn höfðu greinst með smit í gær og þá láu fjögur börn inni á Barnaspítalanum vegna þess, 2 þeirra á gjörgæslu. Við heyrum í Ragnari Grími Bjarnasyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins.

Greint var frá því í gær öryggisverðir í Kringlunni beri búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera tryggja öryggi manna og eigna ásamt því hafa ákveðinn fælingarmátt. Við ætlum ræða notkun búkmyndavéla í þessum tilgangi við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.

Við höldum síðan áfram ræða kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í umræðunni um stöðu kennara hefur reglulega verið nefnt þeir hafi áður verið á sömu launum og þingmenn, en það hafi breyst þegar konur fóru kenna í auknum mæli. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, hefur kannað þessi mál og skrifaði fyrir nokkru síðan úttekt á samanburði launa kennara og þingmanna. Við ræðum við Þórólf.

Einhver umræða skapaðist í vikunni um hvernig væri réttast taka á móti börnum af erlendum uppruna hingað til lands. Fyrr á árinu fór þróunarverkefnið Menntun Móttaka Menning af stað. Verkefninu er ætlað er stuðla inngildingu og virkri þátttöku barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Donata H Bukowska sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti og Fríða B. Jónsdóttir samhæfingarstjóri MEMM segja okkur betur frá því sem er vitað um þessi mál.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Magneu Gná Jóhannsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar.

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

25. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,