Rafmagn ætti að vera komið á hjá öllum í Vík og í Mýrdal eftir umfangsmikla bilun sem varð þar í gær. Svæðið er keyrt á varafli og fólk beðið um að fara sparlega með rafmagn svo ekki komi til frekari skerðinga. Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps verður á línunni.
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, verður gestur okkar í upphafi þáttar. Landskjörstjórn mun tilkynna um úthlutun þingsæta í dag.
S&P 500-vísitalan sló met við lokun markaða á föstudag og hafði þá aldrei verið hærri. Við ræðum þessa stöðu við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital, og spáum í þróun næstu mánuðina.
Við höldum áfram að ræða stöðuna í Sýrlandi, nú með áherslu á þau ríki sem stutt hafa við stjórnvöld þar, og ræðum við Jón Ólafsson, sérfræðing í málefnum Rússlands, og Kjartan Orra Þórsson, sérfræðing í málefnum Írans.
Sævar Helgi Bragason um vísindafréttir.
Undirbúningur er hafinn að fjársjóðsleit við Langanes. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur kemur og segir okkur betur frá því og nýrri bók hennar um morðin á Sjöundá.
Frumflutt
10. des. 2024
Aðgengilegt til
10. des. 2025
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.