Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum gengi krónunnar og efnahagsmálin almennt.
Nokkur umræða hefur verið um nýja áberandi varðturna í Reykjavík sem eiga að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Arkitekt sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum fyrir að setja svona upp. Við ræðum þessi mál við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Í atvinnuauglýsingum er gjarnan krafist mikilla samskiptahæfileika, jafnvel í störfum þar sem þess ekki er þörf. Í Heimild helgarinnar er rætt við Bjarney L. Bjarnadóttir sem gerði rannsókn á þessu -Allir eiga að vera mega hressir og með brennandi áhuga. Hún kíkir til okkar.
Við ræðum stöðuna á landamærunum og Schengen-samstarfið við Víði Reynisson, þingmann Samfylkingarinnar og formann allsherjar- og menntamálanefndar, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Miðflokksins.
Fyrir helgi voru sagðar fréttir af því að Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hafi ákveðið að slást í lið með Ármanni í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð eftir hlé. Sylvía hefur opnað sig á síðustu misserum um baráttu hennar við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem varð meðal annars til þess að hún lagði körfuboltaskóna tímabundið á hilluna. Sylvía lítur við hjá okkur í lok þáttar.
Frumflutt
26. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.