Morgunútvarpið

21. okt - Grindavík, stjórnmálin og flugfélögin

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar en Grindavík var núna klukkan sex opnuð á fyrir almenning.

Við ræðum þær framkvæmdir og uppbyggingu sem er framundan hjá Veitum við Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna í upphafi þáttar.

Íþróttir helgarinnar - Gunnar Birgisson.

Stjórnmálaflokkarnir eru í óða önn stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember - og mikið gerðist um helgina. Við ræðum vendingar í stjórnmálunum við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.

Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu Play eftir erfiða síðustu viku.

Fyrir stuttu var birt ítarleg grein í New York Times þar sem urmull svikastarfsemi á netinu er rakin til eins heimilisfangs, Kalkofnsvegs 2 við Hafnartorg. Það er þó ekki svo netglæpamenn haldi þar til í stórum stíl heldur er þar skráð fyrirtæki sem hýsir ótal svikasíður. Það eru ástæður fyrir því Ísland verður reglulega fyrir valinu. Við ræðum málið við Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann CERT-IS.

Við förum yfir stöðuna á Miðausturlöndum með Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku.

Frumflutt

21. okt. 2024

Aðgengilegt til

21. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,