Morgunútvarpið

Vatnavextir í Þórsmörk, vitundarvakningarherferð Kvennaathvarfsins, frumvarp dómsmálaráðherra og íþróttir beint frá París

Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi úrkomu. Búist er við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni í dag og vöð geta orðið ófær. Við heyrðum í Guðmundi Fannari Markússyni, staðarhaldara í Básum, og fengum hann til fara yfir stöðuna í Þórsmörk með okkur.

Kvennaathvarfið er þessa daganna kynna nýja vitundarvakningarherferð sem hefur fengið heitið „Þekkjum mynstrið“. Herferðin leggur áherslu á fræða almenning um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og um leið vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu Kvennaathvarfsins. Í herferðinni er meðal annars notast við gervigreind við gerð markaðsefnisins og þannig leitast við gera efnið áhrifaríkara. Þær Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Arna Þorsteinsdóttir markaðsráðgjafi koma til okkar.

Dómsmálaráðherra hefur gefið það út hún ætli leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift svipta fólk alþjóðlegri vernd sem það hefur fengið hér á landi, verði það uppvíst alvarlegum brotum. Mál brotamanns sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi hefur verið til umræðu undanfarið. Ráðherrann segist ætla leggja frumvarpið fram í haust. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kom til okkar ræða þetta.

Við settum okkur í samband beint til Parísar, þar sem Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður er fylgjast með Ólympíumótinu sem þar fer fram.

Í lok þáttar ræddum við svo við Gottsvein Eggertsson, bónda í Holti í Álftaveri. Sex hektara tún hans er ónýtt eftir jökulhlaupið og líklegt hafi orðið fyrir hlaupinu.

Lagalisti:

Mannakorn - Gamli Skólinn

Corinne Bailey Rae - Put Your Records On

Lenny Kravitz - Again

Unnsteinn Manuel Stefánsson og Haraldur Ari Stefánsson - Til þín

Crash Test Dummies - Mmm Mmm Mmm Mmm

Bronski Beat - Smalltown boy

Jónfrí og Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel

Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now

U2 - City Of Blinding Lights

Prince - When doves cry

Totally Enormous Extinct Dinosaurs - Crosswalk

Frumflutt

29. júlí 2024

Aðgengilegt til

29. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,