Samfélagið

Líffræðileg fjölbreytni, slóðar á hálendinu og ungmennaeftirlitið

Líffræðilegur fjölbreytileiki á alls staðar undir högg sækja og hnignun tegunda er bæði hröð og ógnvekjandi. Fyrir þremur árum skipaði hópur líffræðinga samráðsvettvanginn Biodice og hefur síðan unnið því auka skilning, rannsóknir, umræðu og aðgerðir í tengslum við líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni ætlar ræða við okkur um lífríkið í kringum okkur og málstofu sem fer fram RIFF kvikmyndahátíðinni á morgun.

Fréttir af 14 tonna trukki sem tætti upp land í Þjórsárverum hafa vakið mikla athygli enda sláandi myndir sem við sáum af því í sjónvarpsfréttum í gær. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur í náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, sagði í hádegisfréttum ferðamaðurinn hafi ekki ekið utan vegar - þarna séu slóðar. Aksturslag hans þó langt frá því vera til fyrirmyndar. En hvenær er slóði slóði og hvenær eru menn utan vegar? Við ræðum nánar við Daníel á eftir. Akstur utan vega á sinni könnu

Málfarsmínúta.

Við bregðum okkur á Þjóðskalasafnið eins og við gerum reglulega. þessu sinni tekur Benedikt Eyþórsson á móti okkur í lestrarsal safnsins en hann er fagstjóri upplýsingaþjónustu. Ástandsárin og unmennaeftirlitið til umfjöllunar.

Frumflutt

2. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,